Mynd af SG Húseiningar ehf

SG Húseiningar ehf

Lógo af SG Húseiningar ehf

Sími 5783344

Önnur símanúmer >

Háheiði 3, 800 Selfoss

kt. 4503150870


Um fyrirtækið

SG Hús hefur byggt timburhús frá árinu 1966 vítt og breytt um landið. Í dag er félagið alfarið í eigu starfsmanna

sem allir hafa starfað hjá SG Hús um áratuga skeið. Lögð er áhersla á smíði vandaðra timburhúsa sem eru hönnuð

og byggð við íslenskar aðstæður. Fjölbreytilegt veðurfarið á Íslandi gerir miklar kröfur um vönduð vinnubrögð

og reynsla starfsfólks okkar eykur öryggi og gæði húsanna.


Utanhússklæðingar

SG Hús býður upp á mismunandi utanhússklæðingar. Í grunnverði húsanna er miðað við lóðrétta timburklæðningu.

Einnig bjóðum við upp á lárétta bjálkaklæðningu, 21 og 33mm á þykkt, enfremur má benda á plötuklæðiningu eins

og Stoneflex og Steni. Notkun á bárustáli og ýmissa álklæðninga hefur aukist undanfarin ár. Múrsteinsklæðningar

standa alltaf fyrir sínu og kostirnir við þessi efni er helst sá, að þau eru viðhaldsfrí og fást í mismunandi litum.

Húsin frá SG Hús er hægt að klæða að utanverðu með nánast hvaða utanhússklæðningu sem er.


Teikningar

SG Hús bjóða upp á fjölbreytt úrval teikninga. Möguleikarnir eru nánast óþrjótandi og við reynum ávallt að aðlaga

húsin að óskum viðskiptavinarins þar sem tekið er tillit til staðsetningar, sólaráttar, útsýnis og fleiri þátta.

Arkitekta- og verkfræðiteikningar eru innifaldar í verði okkar, sem og vatns- og hitlalagnateikningar.


Þaksperrur

Sjálfberandi sperrur eru í húsunum. Við getum einnig boðið upp á upptekin loft, til dæmis í stofu. Valmaþak er

annar möguleiki og einnig höfum við verið að nota sjálfberandi sperrur með 25 gráðu halla utanhúss en 15 gráðu

halla innanhúss.


Einangrun

Íbúðarhúsin eru einangruð með 150mm einangrun í útveggjum og 200mm einangrun í lofti. Þegar um sumarhús

er að ræða eru útveggir einangraðir með 150mm einangrun og þakið með 180 til 200mm einangrun.


Önnur hús

SG Hús hafa selt fjöldann allan af færanlegum kennslustofum og leikskólum til sveitarfélaga og einkaaðila.

Þá hafa ferðaþjónustubændur einnig nýtt sér kosti SG Húsa.


Byggingarferlið getur, við bestu aðstæður og þegar vel gengur tekið skamman tíma


Starfsmenn

Baldur Pálsson

Framkvæmdastjóri / Eigandi
sghus@sghus.is
c