Fiskmarkaður Suðurnesja hf
FMS er með höfuðstöðvar í Sandgerði en er jafnframt með útstöðvar í Grindavík, Hafnarfirði, Ísafirði og Höfn í Hornafirði. Stafsmenn fyrirtækisins eru um 30.
Fiskmarkaður Suðurnesja hf. á hlut í öðrum félögum sem hafa sömu eða svipaða starfsemi með höndum. Þessi félög eru: Umbúðarmiðlun ehf. Fiskmarkaður Siglufjarðar ehf og Reiknistofa Fiskmarkaðana ehf.
Gæðastefna
- FMS lítur á starfsemi sína sem mikilvægan hlekk í virðiskeðjunni og að starfsemi fiskmarkaða sé mikilvægur hlekkur til að viðhalda gæðum þess hráefnis sem er landað í gegnum markað.
- FMS leggur sig fram við að viðhalda gæðum þar sem áhersla er á að viðhalda stöðugri kælingu þess afla er fer í gegnum starfstöðvar fyrirtækisins
- FMS skilgreinir sig sem þjónustufyrirtæki og hefur því það markmið að uppfylla væntingar seljanda og kaupenda fisks af markaði á hverjum tíma.
- FMS stefnir að því að vera leiðbeinandi varðandi meðferð á afla um borð í bátum með það að markmiði að afla sé ávallt skilað í sem besta ástandi á markað.
- FMS leggur áherslu á að starfsmenn þess hafi þekkingu á virðiskeðjunni frá miðum á disk og geri sé grein fyrir mikilvægi réttrar kælingar og góðrar meðferðar á fisk sem fer í gegnum starfstöðvar FMS.
- Stjórnendur FMS gera ráðstafanir þannig að fræðsla starfsmanna varðandi meðferð afla sé stöðug og regluleg.
- Stjórnendur FMS leitast við að gæta hagræðar í rekstri en jafnframt gæta þess að aðbúnaður starfstöðva sé á þann veg að ekki komi niður á meðhöndlun og umsýslu aflans.
- Stefna og markmið FMS er að verklag um innskráningar og meðhöndlun afla þar með talið mælingar á gæðum og ástandi sé það sama á milli starfsstöðva.
- FMS leggur sig fram um að starfstöðvar þess séu snyrtilegar jafnt að utan sem innan.
- Gæðamál, markmið og stefna er í ferli þar sem stöðugar úrbætur og framfarir eru hafðar að leiðarljósi.
Aðrar skráningar
Aðalskrifstofa FMS
Hafnargata 8, 245 Sandgerði
FMS Grindavík
Seljabót 2, 240 Grindavík
FMS Hafnarfirði
Fornubúðir 3, 220 Hafnarfjörður
FMS Höfn
Krosseyjarvegur 15, 780 Höfn í Hornafirði
FMS Ísafirði
Sindragata 11, 400 Ísafjörður
FMS Sandgerði
Hafnargata 8, 240 Grindavík
Starfsmenn
Ragnar H. Kristjánsson
Framkvæmdastjóriragnar@fms.is
Sigurður Kristjánsson
Stöðvarstjórisiggi@fms.is
Þórður M. Kjartansson
Skrifstofustjóridoi@fms.is