Harpa útfararstofa ehf
Við fráfall ástvinar
Hjá flestum okkar er fráfall ástvina það erfiðasta sem við upplifum. Sorgin er ekki ein tilfinning heldur tilfinningaferli og þrátt fyrir það hversu ólík við erum þá raðast tilfinningar í sorgarferlinu ótrúlega líkt hjá okkur öllum.
Fyrstu tímana eða dagana eftir andlát náins ættingja eða vinar eru flestir í áfalli og eiga bágt með að trúa hvað hafi í raun gerst. Óraunveruleikatilfinning er það sem flestir tala um að upplifa fyrst, ásamt ýmsum öðrum tilfinningum. Sorgarviðbrögð eru mismunandi og fólk ber sorg sína á margvíslegan hátt. Því skiptir mjög miklu að þeir sem umgangast aðstandendur sýni þeim ýtrustu nærgætni og virðingu. Spurningarnar eru margar og þá er gott að geta leitað til fagaðila.
Í miðju sorgarferli þurfa aðstandendur að huga að mörgum mikilvægum atriðum er varða útför ástvinar þeirra. Þegar haft er samband við útfararstjóra eða prest þarf að hafa eftirfarandi upplýsingar við höndina um hinn látna: Fullt nafn, kennitala, lögheimili, dánarstaður, dánardagur, staða, nafn aðstandanda, lögheimili hans, kennitala og sími.
HARPA útfararstofa hjálpar aðstandendum við að skipuleggja og hafa umsjón með öllu sem útförinni fylgir, með natni og umhyggju að leiðarljósi. Stofan sér einnig um borgaralegar útfarir sem eru án þjónustu prests. Allir eiga rétt á legstað í kirkjugörðum óháð trúfélögum og utan trúfélaga.
Starfsmenn
Harpa Heimisdóttir
ÚtfararstjóriBrynja Gunnarsdóttir
Útfararstjóri