Dýragarðurinn í Slakka
Dýragarðurinn Slakki hefur verið starfræktur í 19 ár. Garðurinn er upplagður staður fyrir fjölskylduna þar sem allir ættu að geta fundíð sér eitthvað við hæfi. Þar er meðal annars að finna kanínur, hvolpa, kettlinga, kalkúna, ref, gæsir, endur, hænur og gríslingar svo eitthvað mætti nefna og að ógleymdum tömdu páfagaukunum.
Í garðinum er einnig að finna úrvals leiktækjaaðstöðu fyrir börn og fullkomna veitingaaðstöðu þar sem hægt er að versla mat og kaffi.
Garðurinn verður opinn alla daga frá klukkan 11-18 frá og með 1. júní til 15. september. (að auki síðustu 2 helgarnar í Maí). 20. maí til 1. júni verður garðurinn opinn fyrir leikskóla. Pantanir eru teknar í síma 868-7626.
Starfsmenn
Helgi Sveinbjörnsson
Framkvæmdastjóri