Landssamband kúabænda
Búskapur/landbúnaður
Landssamband kúabænda (LK) er hagsmunagæslufélag nautgripabænda á Íslandi og hefur starfað síðan 4. apríl 1986. Í stórum dráttum má skipta verkefnum sambandsins í þrjá þætti: fagleg mál, félagsmál og markaðsmál.
LK var stofnað á tímamótum í íslenskum landbúnaði og fékk m.a. í vöggugjöf að þurfa að móta umdeilt framleiðslustjórnunarkerfi. Síðan þá hafa mörg og breytileg mál verið á verkefnalista sambandsins og er LK í dag í forsvari fyrir kúabændur landsins í öllum veigamiklum málum er lúta að nautgriparækt.
Að LK standa í dag 13 aðildarfélög, sem mynda Landssamband kúabænda eins og það er í dag.
Starfsmenn
Margrét Gísadóttir
Framkvæmdastjóri 563 0323
6599400
lk@naut.is