Afl/Húsbílar ehf
Gasmiðstöðvarnar frá Truma eru alsjálfvirkar, tveggja hraða med hitastilli (Termo), mjög hljóðlátar, taka lítinn straum, eru í trefjaplasthúsi, taka loft fyrir brennara úti og setja brennda loftið út. Frá Truma erum við líka með vatnshitara og gasofn fyrir hjólhýsi og bíla.
Frá Comet fáum við t.d. vatnsdælur,krana ofl. Ísskápar koma frá Dometic í Þýskalandi ogeru sérstaklega ætlaðir i bíla, þeir kæla þó þeir hallist, en það gera ekki nema sérstakir
bílaskápar. Ísskáparnir ganga bæði fyrir gasi, 12v og 220v. Ef slokknar á gasinu þá kviknar sjálfkrafa aftur, og ef gasið klárast þá blikkar rautt ljós. Fáanlegir i mörgum stærðum.
Gluggar frá Seitz eru úr tvöföldu akrilplasti opnanlegir með rúllugardinu og flugnaneti og mjög auðveldir til ísetningar.
Reimo er orðið stærsta fyrirtækið á þessu sviði og eins og vörulistinn ber med sér er úrvalið mjög mikið. Við viljum benda á ýmislegt áhugavert td. innréttingaplötur,
sérstaklega léttar plötur 122x244cm 15mm þykkar 15-18kg að þyngd, med plasthúð eða plastfilmu í nokkrum litum og áferð. Mjög einfalt er að smíða innréttingar úr þessu efni, t.d. eru hurðir einfaldlega fræstar út með 6mm tönn með máta, síðan er fræst rauf 1,6mm og kantur sleginn i. Engin hvöss horn eru á innréttingunum til að meiða sig á.
Samsetningaprofilar, lamir, læsingar o.fl. eru til fyrir plöturnar.
Margar gerðir eru til af borðfestingum. Sérstaklega bendum víð á borðfestingu vörunr. 57060 hjá Reimo Semer mjög vinsæl. Þessi borð eru alveg frístandandi og er bvi hægt að fara með þau út og nota sem garðborð. Borðið er fellt niður með einu handtaki. Þaklúgur eru í mörgum stærðum og gerðum. Þá má nefna ferðasalerni i nokkrum stærðum,
ljós o.m.fl.
Starfsmenn
Ármann Björnsson
Framkvæmdastjóri