Mynd af Golfklúbbur Akureyrar

Golfklúbbur Akureyrar

Um Golfklúbb Akureyrar

Hinn 19 ágúst 1935 hittust 27 menn í Samkomuhúsinu Skjaldborg á Akureyri, í þeim tilgangi að stofna golfklúbb á Akureyri. Okkur sem í dag njótum góðs af framsýni þeirra og dugnaði verður óneitanlega hugsað til þeirra og það er ekki annað hægt en að fyllast aðdáun á baráttunni fyrir því að hefja golfíþróttina til vegs hér í bænum. Gunnar Schram var kosinn fyrsti formaður Golfklúbbs Akureyrar og var fyrsti golfvöllurinn 6 holur á Gleráreyrum.

Í núverandi aðsetri klúbbsins, að Jaðri, er starfræktur 18 holu golfvölur, æfingasvæði, sérverslun með golfvörur, veitingasala og leiga á golfbílum og -settum. Starfsemi klúbbsins er mest yfir sumartímann, þ.e. frá maí og fram í október, þegar mótahald o.fl. þess háttar fer fram.

Starfsemin utan þessa tíma hefur verið mjög vaxandi, en golfklúbburinn býður félögum sínum innanhússæfingaaðstöðu í Golfhöllinni, þar sem hægt er að æfa löngu höggin með því að slá í net, auk þess að geta æft pútt og vipp við fyrsta flokks aðstöðu. Einnig er í Golfhöllinni í boði að taka hring í golfhermi.

Árangur kylfinga í GA hefur verið góður í gegnum árin, sem sést best á fjölda Íslandsmeistara í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar um þá er að finna hér til hægri á síðunni.

Sjö manns skipa stjórn klúbbsins, fimm aðalmenn og tveir varamenn. Fimm fastir starfsmenn eru hjá GA á ársgrundvelli, en klúbburinn sér um alla umhirðu, slátt o.þ.h. sem krefst fjölda starfsmanna yfir sumartímann.


Starfsmenn

Steindór Kr Ragnarsson

Framkvæmdastjóri
c