Mynd af Arentsstál

Arentsstál

Um Arentsstál


Páll Arent Helgason stofnaði Arentsstál 1984 er það því 40 ára um þessar mundir. Arentsstál hefur verið á tveimur stöðum þennan tíma. Fyrstu árin á Smiðshöfða svo lengst af á Eirhöfða en það hætti starfsemi sinni þar árið 2010. Það var svo í nóvember 2012 að tveir félagar stofnuðu litla smiðju sem fékk nafnið Gamla vélsmiðjan og var hún til húsa á Eldshöfða 16.

Þann 17. september 2013 fluttu þeir svo á Krókháls 5 og endurvöktu þeir þá nafnið Arentsstál, keyptu fleiri tæki og stækkuðu reksturinn og starfa nú 3 starfsmenn þar. Það eru þeir Magnús L. Sigurgeirsson og Guðmundur Örn Jensson sjá um reksturinn. Magnús er rennismíðameistari og vélstjóri að mennt en Guðmundur er vélstjóri og hönnuður.

Arentsstál sinnir allri almennri járn- og rennismíði ásamt því að gera við og smíða glussatjakka, við erum með sérhannaðan tjakkabekk til að taka í sundur og setja saman allar gerðir af tjökkum. Arentsstál er með margra ára reynslu og þekkingu í tjakkasmíði og viðgerðum.

Ásamt allri hefðbundinni þjónustu hannar og framleiðir Arentsstál tætara til ýmissa nota. Meðal annars hefur verið smíðaður tætari til að mala niður salt, tætari til að kurla bein og nú er verið að smíða tætara í fóðurstöð.

Starfsmenn

Magnús Líndal Sigurgeirsson

Eigandi / framkvæmdastjóri

Guðmundur Jensson

Eigandi
c