Stormur ehf
Stormur ehf var stofnað þann 15. október 2004. Það er fjölskylda Skúla Karlssonar sem stendur á bak við fyrirtækið. Bræðurnir Ormson voru umboðsaðilar fyrir Polaris frá árinu 2001 en eigendaskipti urðu á fyrirtækinu haustið 2004 og í framhaldi af því keyptu Skúli og fjölskylda rekstur og tæki sem tilheyrðu Polaris. Í lok nóvember sama ár flutti fyrirtækið í nýtt og rúmgott húsnæði að Kletthálsi 15.
Áralöng þjónusta og þekking á Polaris tækjum einkenna fyrirtækið enda bæði Polaris sleðar og hjól verið söluhæst á landinu undanfarin ár.
Hjá Stormi starfa níu starfsmenn en samanlögð reynsla þeirra í þjónustu Polaris telst í tugum ára. Það er markmið okkar að halda því forskoti sem við höfum á keppinauta okkar með góðri þjónustu og faglegum vinnubrögðum.
Stormur ehf.
Kletthálsi 15
110 Reykjavík
Starfsmenn
Ásdís Skúladóttir
Framkvæmdastjóri