Mynd af Ferðaþjónusta bænda, Lauftúni

Ferðaþjónusta bænda, Lauftúni

Sími 4538133

Lauftún , 560 Varmahlíð

kt. 1507312169

Gistiaðstaða

Gisting er í 5x2 manna herbergjum með sameiginlegu baði. Tjaldsvæði með snyrtingu og eldunaraðstöðu. Aðstaða fyrir tjaldvagna. Heitur pottur er við tjaldsvæðið.


Veitingar/máltíðir

Morgunverður er innifalinn í gistiverði. Næsti matsölustaður og verslun í smáþorpinu Varmahlíð (500 m).


Þjónusta/afþreying

Flúðasiglingar og hestaleiga í Varmahlíð (500 m). Byggðasafn í gömlum, íslenskum torfbæ, Glaumbær (9 km). Torfkirkja frá 1836 á Víðimýri (3 km). Hólar í Hjaltadal, merkur sögustaður (45 km). Vesturfarasafnið á Hofsósi (50 km). Golf: Hlíðarendavöllur, 9 holu völlur við Sauðárkrók. Sundlaug með heitum potti og lítilli vatnsrennibraut í Varmahlíð (500 m). Næsta þéttbýli með verslunum, veitingastöðum, sundlaug og annarri þjónustu: Sauðárkrókur (28 km). Upplýsingamiðstöð ferðamanna er í Varmahlíð (500 m).


Skoðunarferðir, gönguferðir, flúðasiglingar

Lauftún stendur á grasi vöxnu sléttlendi í miðju héraðinu. Þaðan er víðsýnt og fjallahringurinn tignarlegur. Fyrir þá sem vilja skoða svæðið á bíl eða njóta náttúrunnar í styttri eða lengri gönguferðum liggja akvegir til allra átta frá bænum. Framar (sunnar) í sveitinni er stórbrotið landsvæði og fagurt, svonefndir Vestur- og Austurdalur sem liggja langt fram í hálendi Íslands. Eftir þeim renna jökulsár og sums staðar í hrikalegum gljúfrum. Þar gefst kostur á flúðasiglingum undir öruggri stjórn þrautþjálfaðra manna.


Íslenskur torfbær og torfkirkja

Byggðasafnið í Glaumbæ (9 km) er staður þar sem má fá glögga mynd af húsakynnum og aðbúnaði fólks á íslensku stórbýli á 19. öld. Safnið er í reisulegum og vönduðum torfbæ sem búið var í allt fram undir 1950. Skammt frá Varmahlíð má svo skoða litla íslenska torfkirkju, Víðimýrarkirkju, sem er að stofni til frá 1836.


Hólar í Hjaltadal

Hólar í Hjaltadal (45 km) voru biskupssetur 1106-1798, helsta mennta og menningarsetur Norðurlands og þar var t.d. fyrsta prentverk á Íslandi. Á Hólum er steinkirkja, vígð árið 1763, og Auðunarstofa, endurgerð timburstofu sem stóð á Hólum frá 1316 til 1810.


Vesturfarasetrið á Hofsósi

Frá vegamótum að Hólum eru 16 km út í þorpið Hofsós. Þar er Vesturfarasetrið, safn um sögu og örlög þeirra Íslendinga sem fluttust til Vesturheims á s.hl. 19. aldar. Á Hofsós er einnig sundlaug fremst á sjávarbakka með hrífandi útsýni til hafs og til eyjanna sem setja svo mikinn svip á fjörðinn.


Starfsmenn

Inda Indriðadóttir

Framkvæmdastjóri
c