ÁLNAVÖRUBÚÐIN í Hveragerði
Álnavörubúðin í Hveragerði er ein sinnar tegundar hér á landi, við bjóðum frábært vöruúrval, frábær verð, reynum alltaf að veita toppþjónustu og pössum að hafa alltaf heitt á könnunni. Opnunartíminn er mán-lau frá kl 10-18 og sunnudaga frá kl 12-18.
Við bjóðum uppá rosalega mikið úrval af skóm fyrir allan aldur, innskóm uppí pinnahælaskó og hestaskó, við erum sem sagt með flestar gerðir af skóm.
Útivistar og íþróttafatnað frá North Rock og fleirum. Herra- dömu- og barnafatnað frá Danmörku, London og París. Lopa frá Ístex og því sem prjónaskap fylgir.
Og að sjálfsögðu eigum við fleiri kílómetrana af álnavöru, þar eru efni frá kr.200 per meter og uppúr.
Það getur oft margborgað sig að kíkja fyrst til okkar, svo er það líka bara svo gaman! Við erum í aðeins 30 mín bíltúr (ísbíltúr) frá bænum.
En fyrir þá sem komast ekki til okkar þá er hægt að hringja í síma: 483-4517, senda okkur póst á alnavorubudin@alnavorubudin.is eða heyra í okkur á FACEBOOK, panta og fá síðan sent með Póstinum.
Endilega skoðið vöruúrvalið hjá okkur hér á síðunni, en við vekjum athygli á því að Facebook síðan okkar er alveg frábær og gott er að fylgjast með þar inná, því þar koma fréttir fyrst inn af nýjum vörum, tilboðum og þess háttar.
Starfsmenn
Vera Dögg Höskuldsdóttir
VerslunarstjóriDóróthea Huld Gunnarsdóttir
Eigandi