Orkufjarskipti hf
Markmið Orkufjarskipta er að veita góða þjónustu með skilvirkni, áreiðanleika og hagkvæmni að leiðarljósi.
Til að mæta ofangreindu markmiði þá leggur félagið áherslu á eftirfarandi atriði:
Örugga miðlun upplýsinga til viðskiptavina um rekstur fjarskiptakerfisins.
Virkt eftirlit og ábyrga umsjón með fjarskiptakerfinu.
Skilvirka innleiðingu nauðsynlegra úrbóta.
Hagkvæmni við uppbyggingu og rekstur fjarskiptakerfisins.
Nýtingu auðlinda með sjálfbærni í huga.
Miðlun þekkingar og fræðslu til starfsmanna.
Stýringar og varnir raforkukerfa hér á landi kalla á mjög víðfeðm, sérhæfð og rekstrartrygg fjarskiptakerfi.
Orkufjarskipti annast rekstur og viðhald á fjarskiptakerfi fyrir orku- og tengivirki raforkukerfisins sem staðsett eru víðsvegar á landinu.
Þessir tengistaðir þurfa áreiðanleg og traust fjarskiptasambönd fyrir m.a. stjórn- og varnarbúnað raforkukerfisins.
Fjarskiptaþjónusta Orkufjarskipta uppfyllir kröfur um rekstraröryggi fyrir raforkukerfið og mannvirki þess.
Starfsmenn
Bjarni M. Jónsson
Framkvæmdastjóribjarnimj@orkufjarskipti.is