Trésmiðja GKS ehf
Trésmiðja GKS ehf byggir á gömlum og traustum grunni. Fyrirtækið í núverandi mynd er tilkomið með samruna fyrirtækjanna Gamla kompanísins sem stofnað var 1908, Kristjáns Siggeirssonar stofnað 1919, Steinars stálhúsgagnagerðar stofnað 1960 og Trésmiðjunnar Eldhúss og baðs sem stofnuð var 1993. Í dag vinna hjá fyrirtækinu starfsmenn sem áður höfðu starfað hjá öllum þessum fyrirtækjum. Hér er því mikil reynsla samankomin hjá einvala liði starfsfólks. Framleiðslutæki eru af fullkomnustu gerð, m.a. tölvustýrðar fjölvinnsluvélar, UV lakkvélar, tölvustýrðar sagir og borvélar, allt til að geta boðið bestu nákvæmni í framleiðslu og samkeppnishæf verð. Starfsmannafjöldi er að jafnaði um 25-28 manns. Aðaleigandi Trésmiðju GKS ehf er Gunnar B. Dungal.
Verkefni okkar eru fyrst og fremst þjónusta fyrir innréttingamarkaðinn, innihurðaframleiðsla, framleiðsla og sala skrifstofuhúsgagna og hverskyns sérsmíði innanhúss hvort heldur sem er fyrir heimili, fyrirtæki eða stofnanir. Við önnumst alla verkþætti frá tilboði til uppsetningar og eru einkunnnarorð okkar að vera ávallt traustsins verðir, að gæði framleiðslunnar séu tryggð og að afhending sé á réttum tíma.
Starfsmenn
Arnar Aðalgeirsson
FramkvæmdastjóriAnna Guðlaug Nielsen
FjármálJustin Rebbeck
Sölustjóri