Mynd af Efnalaugin Björg

Efnalaugin Björg




Fagleg þjónusta og áratuga reynsla - Leiðandi sérfræðingar í leður- og rúskinnshreinsun á Íslandi.



Efnalaugin Björg er ein elsta starfandi efnalaug hér á landi. Hún hefur verið starfrækt í ein 60 ár og alltaf í eigu sömu fjölskyldunnar.

Í gegnum árin hefur Efnalaugin Björg haft það að meginstefnu að vanda vel til verka, veita góða þjónustu og vera með nýjustu vélar, tæki og efni á markaðnum.

Til að uppfylla þessa stefnu hefur mikil áhersla verið lögð á þjálfun og í því skyni hafa starfsmenn og eigendur sótt fjölmörg námskeið erlendis til að auka þekkingu og færni sína í hreinsun viðkvæmra flíkna. Meðal annars hafa eigendur og starfsfólk hlotið menntun hjá Hugo Boss, Royaltone, Leather Master o.fl.

Auk þessa er persónuleg samskipti ávallt höfð að leiðarljósi og reynt er eftir bestu getu að koma til móts við þarfir viðskiptavinarins t.d. með sveigjanlegum opnunartíma og flýtimeðhöndlun þegar svo ber undir. Fyrirtækið hefur almennt gott orðspor og hefur ávallt verið þekkt fyrir góð vinnubrögð.



Efnalaugin Björg í Mjódd, sérhæfir sig á mörgum sviðum og má þar nefna hreinsun á leðri, rúskinni, loðfeldum og einnig fínni fatnaði og hafa sérstakar vélar verið fluttar inn til uppfylla þá stefnu.

Efnalaugin Björg í Mjódd er landsþekkt fyrir hreinsun á brúðarkjólum og skírnarkjólum og öllum öðrum sérstaklega viðkvæmum sparifatnaði.

Bjóðum umhverfisvæna hreinsun á fatnaði.

Fyrirtækjaþjónusta Efnalaugarinnar Bjargar "Sent og Sótt". Bjóðum uppá alhliða þvott fyrir fyrirtæki og hreinsun á fatnaði fyrir starfsfólk með góðum afslætti og spörum þér sporin.

Orðspor okkar skiptir okkur höfuðmáli og munum við ávallt bjóða upp á bestu mögulegu þjónustuna.



Efnalaugin Björg Mjódd - ELBM
Nú höfum nú til sölu lín frá Þýska fyrirtækinu Zollner sem býður uppá hágæða lín úr 100% Bómul sem framleitt er í samræmi við þýska gæðastaðla fyrir Heimilið- Hótel, Gistiheimili og Veitingahús.
Ef það er eitthvað sem við getum gert fyrir þig ekki hika við að hafa samband við okkur.

Allt sem við seljum höfum við gert þvottapróf á hefur það staðist allar okkar væntingar.



Starfsmenn

Guðrún Sigurðardóttir

Eigandi
bjorg@bjorg.is
c