Hjartalag ehf
Akureyri
Hulda Ólafsdóttir hannar ýmiskonar hönnunar- og gjafavörur undir nafni fyrirtækisins Hjartalag með það að markmiði að breiða út hlýju, kærleika og jákvæðan boðskap með gullkornum, textum og ljóðum eftir hana sjálfa. Hún sækir innblástur í eigið líf sem og samtíðarfólks síns.
Nýjar vörur sem bættust við á árinu. Teppi úr lífrænni bómull, bakkar úr birki og skálar úr birki. Borð, gullkornaspil, skvísubók, töffarabók.
Svo eru nýjar gestabækur að koma fljótlega s.s. fyrir skírn og brúðkaup.
Vörur Hjartalags eru af ýmsum toga sem allar hafa þann tilgang að ylja fólki um hjartarætur og vekja von.
Textílvörur, s.s. púðar, dúkar, viskastykki og ofnhanskar, Hjörtu úr plexigleri, ilmkerti og tækifæriskort, öll með ljóðum sem færa kærleika, samúð, gleði og vonir.
Persónuleg uppskriftabók þar sem eina uppskrift höfundar er uppskrift af hamingju en sá sem eignast bókina fyllir hana af sínum uppáhalds uppskriftum í kjölfarið.
Hugmynda- og markmiðabók með fjölmörgum jákvæðum gullkornum eftir Huldu og eigandi bókarinnar skrifar í hana sínar eigin hugmyndir, langanir og markmið.
Gestabækur fyrir heimilið, ferminguna og í minningarathöfnina.
Kertaberar úr hjartalaga formi í fjölmörgum litum og stærðum sem lýsa og ylja fólki við ótal tækifæri.
Á heimasíðu Hjartalags er hægt að senda rafræn tækifæriskort sér að kostnaðarlausu. http://www.hja
Starfsmenn
Hulda Ólafsdóttir
Grafískur hönnuður