
Slippurinn Akureyri ehf - DNG ehf

Slippurinn Akureyri
Fyrirtækið Slippurinn Akureyri ehf. var stofnað árið 2005 þegar núverandi eigendur tóku við af fyrra félagi þ.e. Slippstöðinni hf, sem hafði verið starfrækt frá 1952. Árið 2007 keypti Slippurinn svo fyrirtækið DNG og var reksturinn sameinaður undir nafni Slippsins.
Sagan okkar
Síðan 1952


Slippurinn Akureyri ehf. veitir alhliða þjónustu við sjávarútveginn og teljast helstu útgerðir á Íslandi til viðskiptavina fyrirtækisins, einnig hefur Slippnum orðið ágengt á erlendum markaði upp á síðakastið. Aðrir viðskiptavinir eru stóriðjur, virkjanir og ýmsar verksmiðjur.
Slippurinn Akureyri ehf. er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði hér á landi. Það rekur upptökumannvirki og viðgerðarstöð fyrir skip og annast hvers konar málmsmíði, vélsmíði, vélaviðgerðir, rennismíði og skipasmíðar. Fyrirtækið rekur ennfremur trésmíðaverkstæði, sand/vatnsblástur, málun og verslun með eigin framleiðslu og aðrar vörur til skipa. Skipaþjónusta Slippsins Akureyri annast þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki og býður heildarlausnir í hönnun, endurnýjun og viðhaldi á skipum og búnaði þeirra. Þá færast svonefnd landverkefni stöðugt í aukana hjá fyrirtækinu.
