Mynd af Óbyggðaferðir ehf

Óbyggðaferðir ehf


Óbyggðaferðir - Fjórhjólaferðir fyrir alla!

Óbyggðaferðir Atv Fjórhjólaferðir bjóða upp á skemmtilegar skoðunarferðir hvort sem er um Fljótshlíðina fögru eða um óbyggðir okkar stórkostlega lands, allt árið um kring. Skoðunarferðir á fjórhjólum eru ógleymanlegar þegar ekið er um náttúru landsins með góðum leiðsögumönnum og skemmtilegu fólki.

Þórsmörk, Tindfjöll og Markarfljótsgljúfur eru skammt frá Fljótshlíðinni og því ekki langt að keyra þangað. Meðal áfangastaða í ferðum okkar lengra inn á hálendið eru Landmannalaugar, Hrafntinnusker og Langisjór.

Óbyggðaferðir Atv Fjórhjólaferðir, sem er með aðsetur á Lambalæk í Fljótshlíð, notar götuskráð tveggja manna fjórhjól í öllum sínum ferðum og getur því farið með ykkur víða. Við erum aðeins í 90 mínúntna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Í boði eru skoðunarferðir að ykkar vali sem geta tekið frá fáeinum klukkutímum upp í dagsferðir. Í kringum okkur eru frábær hótel, veitingastaðir, tjaldsvæði, golfvellir, hestaleigur og öll þjónusta við ferðamenn, t.d Hellishólar, Kaffi Langbrók og Hótel Fljótshlíð.

Ferðirnar okkar henta öllum, bæði byrjendum og vönum. Í boði eru heilgallar, hjálmar, vettlingar, húfur og stígvél.

Tilvalið fyrir hvataferðir, óvissuferðir, brúðar- og afmælsigjafir. Steggja- og gæsaferðir ásamt starfsmannaferðum.

Starfsmenn

Unnar Garðarsson

Eigandi/Framkvæmdastjóri
info@atvtravel.is

Sólveig Pálmadóttir

Eigandi
info@atvtravel.is
c