Dansskóli Reykjavíkur ehf
Dansskóli Reykjavíkur (áður Dansskóli Ragnars) var stofnaður í júní árið 2007. Eigendur eru Ragnar Sverrisson, Kristín Inga Arnardóttir og Linda Heiðarsdóttir. Dansskólinn er staðsettur á Bíldshöfða 18 í Reykjavík í næsta húsi við Húsgagnahöllina. Dansskólinn er öllum opinn og ættu allir að geta fundið námskeið við sitt hæfi. Boðið er upp á almenna samkvæmisdansa, barnadansa, brúðarvals, sérhópa og fleira. Starfsfólk dansskólans hefur mikinn metnað fyrir hönd dansskólans og leggur upp með að veita fyrsta flokks þjónustu fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.
Starfsmenn
Ragnar Sverrisson
Eigandi / framkvæmdastjóridansskoli@dansskolireykjavikur.is