Gistiheimilið Árból - Fensalir ehf

Gistiheimilið Árból er ákaflega hlýlegt og fallegt. Húsið, sem hefur mikla sál, á sér langa og merka sögu. Það var byggt árið 1903 og var lengi sýslumannssetur. Árból stendur á einum fegursta stað Húsavíkur, á bökkum Búðarár, vestast í Skrúðgarðinum. Herbergin, sem eru 1-4 manna eru nýuppgerð, ákaflega notaleg og fara ekki varhluta af þeirri ljúfu stemmingu sem fylgir þessu merka húsi. Í borðstofunni er borinn fram góður morgunverður á hverjum morgni milli klukkan 08:00 og 10:00.

Starfsmenn

Þórhallur Óskarsson

Framkvæmdastjóri

Vörumerki og umboð

Úrval - Útsýn
Umboðsaðili
c