Mynd af Geirabakarí ehf

Geirabakarí ehf



Borgarnes hefur alla tíð sinnt vel hlutverki sínu sem helsta miðstöð þjónustu og verslunar í Borgarfirðinum og einnig sem nauðsynlegur viðkomustaður alls ferðafólks á leið um landið.

Á fallegum og áberandi stað steinsnar frá Borgarfjarðarbrúnni má finna þann vinsæla áningarstað Geirabakarí. Þar er gestum og gangandi ávallt séð fyrir ilmandi brauðum og kökum sem öll eru framleidd með ekta gamaldags handverki.



Geirabakarí fer fram í fallegu og bogadregnu 300 fm húsnæði að Digranesgötu 6.Hér er boðið upp einstakt úrval af brauðmeti, kökum og að öllu öðru ólöstuðu þá hafa gómsætir ástarpungarnir og snúðar með ekta súkkulaði notið sérstakrar hylli.

Einnig er boðið upp á mjölkurvörur, álegg, viðbit, súpu dagsins, salötum, smurðum samlokum og ýmsu fleiru. Veitingasalurinn getur tekið á móti 50-60 manns og er þar gott gluggaútsýni til allra átta. Á góðviðrisdögum er hægt að setjast með kaffi og meðlæti við bekki og borð úti á stétt og virða fyrir sér taumlausa náttúrufegurðina vestur yfir endilangan Borgarfjörðinn. Viðskitpavinir koma í raun hvaðanæva að, hvort heldur úr heimabyggð, af sumarhúsasvæðum í nágrenninu eða beint frá þjóðveginum á leið sinni út á land. Eins og gefur að skilja er sumarið annasamasti tíminn hjá Geirabakaríi.Meðfram hefðbundinni afgreiðslu, er morgunmatur keyrður út alla virka daga til nokkurra fyrirtækja á svæðinu.

Einnig er boðið upp á tilfallandi veisluþjónustu með smáréttum, snittum eða kökuhlaðborðum.



Starfsmenn

Sigurþór Kristjánsson

Eigandi / framkvæmdastjóri
geirabak@internet.is
c