Rafholt ehf
Eigendur Rafholts eru Helgi I. Rafnsson framkvæmdastjóri, Grétar Magnússon stjórnarformaður, Vilhjálmur M. Vilhjálmsson þjónustustjóri, Jóhann R. Júlíusson deildarstjóri smáspennu, Rúnar Jónsson yfirverkstjóri og Borgþór Grétarsson skrifstofu- og gæðastjóri.
Rafholt ehf. var stofnað árið 2002 og er í dag einn stærsti atvinnuveitandi á sviði rafverktöku á Íslandi og eru starfsmenn fyrirtækisins um 60 talsins. Rafholt var valið í úrvalshóp Creditinfo fyrir árið 2014 sem eitt af framúrskarandi fyrirtækjum ársins og undirstrikar styrkleika fyrirtækisins á annars sveiflukenndum markaði.
Hjá Rafholt starfa rafvirkjar, tæknimenn og verkfræðingar með áratuga reynslu og sérfræðiþekkingu á sviði tölvu-, innbrots-, bruna-, og loftræstikerfa ásamt því að búa yfir sértækum tæknibúnaði og gæðavottunum á sviði almennra raflagna, ljósleiðaratenginga og fjarskiptakerfa.
Verkefni fyrirtækisins hafa verið fjölbreytt frá stofnun 2002, s.s. loftræsti- og stýrikerfi Hörpu, Björgunarmiðstöðin í Skógarhlíð, Bláa Lónið, Stolt Sea Farm og Verne Global. Rafholt hefur einnig gert þjónustusamninga við mörg af framsýnustu fyrirtækjum landsins, s.s. Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð, Verne Global, Eik Fasteignafélag, N1, Ölgerðina, Húsasmiðjuna og Hörpu.
Hjá Rafholt starfar einnig öflug sveit á loftnets- og fjarskiptasviði. Deildin býr yfir öflugum tækjabúnaði til að klára verkefni við erfiðar aðstæður.
Starfsmenn eru hornsteinn fyrirtækisins og það að þeir þroskist, tileinki sér ákveðna leikni, þekkingu og hæfni skiptir mestu máli. Allir starfsmenn fá heita máltíð í hádeginu og hjá fyrirtækinu starfar öflugt starfsmannafélag.
Gildi og einkunnarorð Rafholts eru: Fagmennska - Ábyrgð - Árangur
Starfsmenn
Vilhjálmur M. Vilhjálmsson
Helgi Rafnsson
Grétar Magnússon