AB varahlutir ehf
Reykjavík Reykjanesbær - Akureyri - Egilsstaðir -Selfoss
,,Þinn hagur í bílavarahlutum," eru kjörorðin okkar hjá AB Varahlutum en fyrirtækið var stofnað árið 1996 og höfum ávallt leitast við að bjóða upp á varahluti í bíla á viðráðanlegu verði. Mikið lagt upp úr faglegri þjónustu og starfsmenn okkar eru allir reyndir á sínu sviði og vitaskuld miklir bíladellumenn eins og gefur að skilja.
Við sérhæfum okkur í sölu bifreiðavarahluta þar sem áhersla er lögð á að bjóða góðar vörur á góðu verði.. Við vorum upphaflega staðsettir að Bíldshöfða en í desember 2011 fluttum við okkur að Funahöfða 9. Markmið okkar er að vera með gott úrval bifreiðavarahluta.
Þá höfum við einnig verslanir í Reykjanesbæ, Egilsstöðum, Akureyri og Selfossi.
Fyrir tveimur árum var orðið ljóst að koma þyrfti starfseminni í rúmbetra húsnæði og gengu fyrirætlanir um það eftir í desember 2011. Við erum svakalega vel staðsettir hér á Funahöfða 9.Okkur þykir mikilvægt að úrvalið sé fjölbreytt í versluninni til að mæta þörfum og óskum viðskiptavina.
Eðlilega er mest spurt um þá varahluti sem talist geta slitfletir bíls eins og bremsur, kúplingar, hjólabúnaður, fjöðrun og fleira slíkt.
Okkur hefur tekist að halda varahlutverði niðri þrátt fyrir hræringar í efnhagslífinu á síðustu árum.
Þetta byrjaði 2009 þegar gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum hafði hrunið um 30-40% á skömmum tíma. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði þetta verið sett úr í verðlagið. Við völdum hins vegar að lækka álagningu jafnframt því sem erlendir birgjar léttu undir með okkur. Svona tókst að halda verði sem næst óbreyttu. Þetta hefur svo sannarlega létt undir með fólki sem ekki hefur haft tök á endurnýjun bíla sinna eftir hrunið. Bílaflotinn hefur elst mikið á skömmum tíma, í ríkari mæli en áður er gert við bílana og virðing fólks fyrir verðmætum er tvímælalaust meiri en áður. Síðustu misserin hefur starfsemi okkar því þróast mjög ánægjulega; eins og aukin umsvif okkar og nýtt húsnæði eru skýrt dæmi um.
Starfsmenn
Loftur Guðni Matthíasson
Framkvæmdastjóri