Lamb Inn / Öngulsstaðir
Lamb Inn er fjölskyldurekið. Eigendur eru Jóhannes Geir Sigurgeirsson sem fæddur er og uppalinn á Öngulsstöðum, hans eiginkona Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisfræðingur á Landsvirkjun, Guðný dóttir Jóhannesar og hennar maður, Karl Jónsson í gegn um fyrirtæki sitt Markvert ehf.
Það var 1996 sem Ferðaþjónustan Öngulsstöðum opnaði gistihús með veitingaaðstöðu í fjósi og hlöðu sem breytt hafði verið í þessum tilgangi. Fyrstu árin var reksturinn í höndum fjölskyldunnar, en eftir 2004 var reksturinn leigður út. Jóhannes tók svo við rekstrinum aftur 2012 og byggði upp hugmyndafræðina á bak við Lamb Inn. Eins og nafnið gefur til kynna er áherslan nú lögð á veitingastaðinn og íslenska lambið, en "Inn" er alþjóðlegt nafn yfir stað þar sem hægt er að fá mat, drykki og gistingu. Þau Guðný og Karl keyptu svo 50% hlut í Öngulsstöðum 3 sf, rekstraraðila Lamb Inn, árið 2013 og settust að á Öngulsstöðum.
Öll fjölskyldan kemur að rekstri Lamb Inn. Karl starfar sem framkvæmdastjóri, en hann og Jóhannes sjá um daglegan rekstur og áætlanagerð. Guðný starfar meðfram námi og börn þeirra Karls; Árdís Eva, Haukur Sindri og Skírnir Már, starfa öll á gistihúsinu í sumar- og aukavinnu.
Jóhannes og Ragnheiður sjá um Gamla bæinn á Öngulsstöðum.
Starfsmenn
Jóhannes Geir Sigurgeirsson
Framkvæmdastjóri