Hótel Framnes
Hótel Framnes er miðsvæðis á Snæfellsnesi og þaðan er stutt í allar helstu afþreyingu og náttúruperlur svæðisins.
Jöklaferðir, hvalaskoðun, gönguleiðir, fuglaskoðun, hestaferðir eða bara afslöppun í hinni stórkostlegu náttúru Snæfellsness eru allt vinsælar afþreyingar sem eru í innan við klukkutíma fjarlægð frá Hótel Framnesi.
Á Snæfellsnesi er einstaklega góð aðstaða til fuglaskoðunar, en hér má finna m.a. kríur, haferni, langvíu, flórgoða og fýl, auk nokkurra sjaldgæfra fugla.
Hvalaskoðun er í Ólafsvík sem er aðeins í 15 mínútna akstursfjarlægð frá hótelinu.
Jarðfræði Grundarfjarðar er einstök og skartar óvenjulegum jarðmyndunum sem í langan tíma hafa laðað að áhugafólk og vísindamenn um jarðfræði. Í stuttum gönguferðum má lesa sig í gegnum jarðfræðisögu landsins.
Í göngufæri frá hótelinu er boðið upp á hestaferðir um nærsveitir Grundarfjarðar.
Bárarvöllur er skemmtilegur 9 holu golfvöllur í 10 km fjarlægð frá hótelinu, en hann er umkringdur lúpínubreiðum og með frábært útsýni yfir fjöllin og fjörðinn.
Í Grundarfirði er ágæt sundlaug með heitum pottum sem eru til þess fallnir að slaka á í og njóta hinnar einstöku fjallasýnar sem fjörðurinn býr yfir. Veðrátta Grundarfjörðyr er sérstök og einkennist af lognstillum og frægum sunnanrokum. Góðviðrisdagar í Grundarfirði er um 280 á ári og daghiti er að jafnaði 2-3 gráðum hærri en annastaðar á Snæfellsnes.
Á Rifi, í um 20 mín. Akstursfjarlægð frá Grundarfirði er starfrækt leik- og menningarhúsið Frystiklefinn. Kári Viðarsson hefur umbreytt gamla frystiklefanum í verðlaunað og nýstárlegt leikhús þar sem sköpunargleðin fær að njóta sín til hins
Það eru 29 þægileg herbergi í aðalbyggingu hótelsins og 8 hagkvæmari herbergi í nýrri byggingu um 50m frá aðalbyggingunni. Öll herbergin eru með sér baði, kaffi og te, sjónvarpi og hárblásara. Þráðlaust net er í boði í hótelinu öllu fyrir gesti. Herbergin sem snúa í vestur hafa myndarlegt útsýni yfir fjallgarðinn sem umlykur fjörðinn. Austurhliðin snýr að sjónum og býður upp á magnað útsýni yfir fjörðinn. Þessi herbergi eru frábær fyrir þá sem vilja fylgjast með fugla- og hvalalífinu. Herbergin eru mismunandi að stærð; allt frá einstaklings herbergjum yfir í fjölskylduherbergi en einnig eru til leigu íbúðir í bænum.
Á fyrstu hæð er einning sána og heita pottur með frábært útsýni yfir fjörðin.
Starfsmenn
Gísli Ólafsson
Hótelstjóri