Vélfang ehf
Vélfang ehf. var stofnað í mars 2004 af þeim Eyjólfi Pétri Pálmasyni, Skarphéðni K. Erlingssyni, Stefáni G. Ármannssyni og Þórði Jónssyni. Mikill vöxtur hefur einkennt fyrirtækið frá stofnun þess en í febrúar 2005 var gengið frá kaupum á húsnæðinu á Gylfaflöt 24-30. Á vormánuðum gekk svo Kristján Ragnarsson til liðs við hluthafahópinn og er nú einn af eigendum fyrirtækisins. Ári síðar var starfsemin búin að sprengja utan af sér húsakostinn og var þá fjárfest í stærra húsnæði í sömu götu, en í janúar 2006 flutti fyrirtækið sig að Gylfaflöt 32. Árið 2006 hóf Vélfang einnig starfsemi að á Akureyri, sem sér um þjónustu fyrir viðskiptavini Vélfangs á norður- og austurlandi.Vélfang Akureyri er staðsett á Frostagötu 2a á Akureyri en þar er sölu- og þjónustuumboð.
Eins og áður segir leggja starfsmenn Vélfangs ríka áherslu á samstarf við viðskiptavini sína þ.e. að finna þá lausn sem hentar hverju sinni, á besta verði sem völ er, en stundum hentar góð notuð vél jafn vel og ný og öfugt. Við bjóðum öllum sem vilja að skrá til sölu notaðar vélar á heimasíðuna okkar og einnig að skrá sig á óskalista eftir notuðum vélum. |
Starfsmenn
Eyjólfur Pálmason
Framkvæmdastjóri