Ból-félagar ehf
Golfvöllur Ásatúns er níu holu völlur, par 72. Hann er í einstaklega fallegu umhverfi í landi Ásatúns á Langholtsfjalli örstutt frá Flúðum.
Þeir sem spila völlinn upplifa einstaka náttúrufegurð, frábært útsýni og skemmtilegan, fjölbreyttan og krefjandi golfvöll.
Í Snússu, fallegum skála, er boðið upp á góðar veitingar og heimilislegt andrúmsloft.
Komdu og vertu með, golfvöllurinn, sem við köllum stundum best geymda leyndarmálið, á eftir að koma þér verulega á óvart.
Starfsmenn
Guðbjörg Jóhannsdóttir
Framkvæmdastjóri