Bílahlutir

Við erum lausnatengt fyrirtæki. Við nálgumst öll okkar verkefni með það í huga að leita að hagkvæmustu lausn án þess að fórna öryggi. Við leggjum jafnframt áherslu á, að þjónusta okkar sé óaðfinnanleg og að viðmót starfsmanna sé framúrskarandi gott og að allir leggi sig ætíð fram um að uppfylla kröfur viðskiptavinanna.
Við leitumst ávallt við að hafa á að skipa hæfu starfsfólki sem getur tekist á við krefjandi verkefni og vinnur með tækjum og búnaði er uppfylla ströngustu öryggiskröfur.
Við berum virðingu fyrir viðskiptavinum okkar og umhverfi og nálgumst öll okkar verkefni af heiðarleika.
Þjónusta okkar er fólgin í viðgerðum og þjónustu fyrir allar tegundir bifreiða, metanbreytingum á bifreiðum, innflutningi á varahlutum og búnaði fyrir bifreiðar og vinnulyftur einnig viðgerðar- og viðhaldsþjónustu fyrir vinnulyftur.
Opið er frá kl. 8:00 til 18:00 alla virka daga. Vefverslun Bílahluta er opin allan sólarhringinn.
Vefverslun:
Á vefversluninni er hægt að leita að búnaði og varahlutum sem við höfum á boðstólum eða getum útvegað með skömmum fyrirvara. Við getum einnig aðstoðað við leit og kaup á vörum sem ekki eru tilgreindar á síðunni.
Hafðu samband á netfangið verslun@bilahlutir.com eða í síma 587-5058.
Starfsmenn
Óli Rúnar Ástþórsson
EigandiÁsgeir Egilsson
EigandiKort
