Héraðsskólinn á Laugarvatni

Við kynnum með stolti endurvakningu Héraðsskólans á Laugarvatni. Héraðsskólinn á Laugarvatni hefur gengið í gegnum miklar breytingar og er loksins opinn almenningi að nýju. Þessi sögufræga bygging, sem er um 1600 m² að stærð var hönnuð á sínum tíma sem skóli af einum frægasta arkitekt Íslands, Guðjóni Samúelssyni, árið 1928. Skólinn gegndi hlutverki menntunar og menningar allt fram til ársins 1995, en þá var skólanum lokað. Það var Jónas frá Hriflu sem fékk hugmyndina að stofnun skólans á sínum tíma. Draumur Jónasar var að skólinn yrði nýttur allan ársins hring og yrði glæddur skemmtilegu lífi. Í (nýja) Héraðsskólanum verður boðið upp á veitingar, gistingu, upplýsingaþjónustu fyrir ferðamenn, bókasafn og góðan anda í fallegu mennta og menningar umhverfi. Í Héraðsskólanum er líf allan ársins hring og tökum við á móti ykkur með bros á vör og frið í hjarta. Hjá okkur getur þú gist í fallegu umhverfi, haldið veislu eða ráðstefnu í glæsilegu salarumhverfi eða bara kíkt við í góðan kaffibolla, kökusneið eða léttan málsverð. Við tökum vel á móti ykkur. Héraðsskólinn Hostel at Laugarvatn is a hostel, cafe/bistro, tourist information, conference center, located in the historical Héraðskólinn at Laugarvatn lake in south Iceland. We are located in the center of the Golden Circle, surrounded by the most beautiful nature you can imagine in Iceland.

Starfsmenn

Sverrir Steinn Sverrisson

Eigandi / framkvæmdastjóri

Sveinn Jakob Pálsson

Eigandi
c