Landbúnaðarsafn Íslands
Landbúnaðarsafn Íslands er opið reglulega mánuðina júní, júlí og ágúst, daglega kl. 12-17 en á öðrum tímum fim., föst. og lau. kl. 13-17.
Annars er safnið opið eftir þörfum. Vinsamlegast hafið samband í síma 844 7740; einnig má hafa samband við skiptiborð Landbúnaðarháskólans, í síma 433 5000.
Í október 2014 opnaði safnið nýja grunnsýningu sína í Halldórsfjósi á Hvanneyri, sem var eitt fyrsta íslenska nútímafjósið, reist árið 1928.
Gjald er þegið fyrir aðgang að safninu eins og hér segir:
Aðgangseyrir er 1000 kr. fyrir fullorðna en 800 kr. fyrir öryrkja og eldri borgara. Ókeypis aðgangur er fyrir 14 ára og yngri í fylgd fullorðinna.
Minnt er á Ullarselið, eina vönduðustu handverksbúð landsins, sem er í afgreiðslu Landbúnaðarsafnsins.
Starfsmenn
Ragnhildur Helga Jónsdðottir
Ábyrgðarmaður safnsins