
Umhverfis og tæknisvið uppsveita
Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita er byggðasamlag sveitarfélaganna Grímsnes- og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Flóahrepps og Ásahrepps sem hefur það hlutverk að annast lögbundin verkefni byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa.
Afgreiðslutími skrifstofu að Dalbraut 12 á Laugarvatni
Alla virka daga frá 9.00 – 12.00. Á skrifstofunni er móttaka teikninga og annarra prentaðra gagna sem berast þurfa byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa.
Viðtals og símatímar:
Viðtals- og símatímar skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og annarra starfsmanna er alla virka daga – nema miðvikudaga – milli kl. 9.00-12:00. Miðvikudagar eru fundardagar og því er ekki svarað í síma á þeim dögum. Aðalsímanúmer embættisins er 480-5550. Mælst er til þess að fundir séu bókaðir með fyrirvara með því að hringja í síma 480-5550 á símatíma.
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa eru alla jafna 1. og 3. miðvikudag í mánuði utan júlímánaðar þegar fundir falla niður vegna sumarfría.
Fundir skipulagsnefndar eru alla jafna 2. og 4. miðvikudag í mánuði utan júlímánaðar þegar fundir falla niður vegna sumarfría.
Fullnægjandi gögn þurfa að hafa borist í síðasta lagi í lok þriðjudags í vikunni fyrir fund til að mál verði tekið fyrir.
Starfsmenn
Vigfús Þór Hróbartsson
SkipulagsfulltrúiDavíð Sigurðsson
ByggarfulltrúiNanna Jónsdóttir
Skrifstofustjóri