Gistihúsið Keldunesi
Aðstaða fyrir gesti
Nú hefur húsið verið endurbyggt af miklum myndarskap. Gistiaðstaða er í sex tveggja manna herbergjum. Í öllum herbergjunum er handlaug. Einnig eru tvö smáhýsi með svefnplássi fyrir fjóra hvort, eldunaraðstöðu, góðri snyrtingu og öðrum þægindum. Auk þess er eitt smáhýsi í viðbót með sér baðherbergi og tvíbreiðu hjónarúmi. Að öðru leyti byggist aðstaðan á rúmgóðri setustofu, sem má einnig nota sem veislusal, fullkominni eldunaraðstöðu sem býður upp á öll nútíma þægindi, þvottahúsi og baðaðstöðu. Gengið er út á stórar svalir sem snúa í suður, af annarri hæð hússins. Þar er grillaðstaða. Af svölunum er gott útsýni yfir Skjálftavatn, þar sem er fjölskrúðugt fuglalíf. Fast við húsið stendur lágreistur súrheysturn, sem nú hefur fengið það hlutverk að hýsa rúmgóðan heitan pott.
Fugla og náttúruskoðun
Skjálftavatn er rétt hjá Keldunesbænum, þar er að finna fjölskrúðugt fuglalíf sem er einstakt eins og vatnið sjálft en það varð til í jarðumbrotum árið 1976. Jökulsá rennur rétt við Skjálftavatn en á fljótinu er oft gott að nálgast sel. Tjörnesið er tilvalið til að virða fyrir sér bjargfugl.
Skot og stangveiði
Möguleiki er á að komast bæði í skot og stangveiði. Ástæða er til að benda veiðimönnum, sem hyggjast veiða í Litlá, á að helstu veiðistaðir árinnar eru steinsnar frá ferðaþjónustustaðnum Keldunesi og því tilvalið að panta sér gistingu þar.
Veitingar
Ef óskað er, býðst gestum veitingaþjónusta. Einnig tekur matselja að sér að útbúa nesti fyrir göngufólk og veiðimenn.
Staðsetning
Keldunes stendur miðsvæðis í Kelduhverfi við veg nr. 85 milli Húsavíkur og Kópaskers.
Gistiaðstaðan í Keldunesi er tilvalinn dvalarstaður til skoðunarferða. Þaðan eru um 12 km í austur í þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum með Ásbyrgi, Hljóðaklettum, Hólmatungum og Dettifoss. Í Ásbyrgi er verslun og 3 km austar er sundlaug við skólann í Lundi.
Bæjarhverfið í Keldunesi stendur í grennd við Keldunesbrunna, sem eru fallegar uppsprettur undan hraunbrún. Í mikilli jarðskjálftahrinu á árunum 1975 til 1976 varð mikið landsig skammt norðaustur af Keldunesi og myndaðist þar þá stórt stöðuvatn sem nefnt hefur verið Skjálftavatn. Þarna voru áður lítt grónir sandar. Skjálftavatn hefur afrennsli um Seyrur í Brunnakvísl og þaðan í Litluá.
Sagan
Í Keldunesi var áður þingstaður sveitarinnar. Þar fæddist Skúli Magnússon (1711-1794) landfógeti, fyrsti Íslendingur til að hljóta það embætti. Skúli var frumkvöðull að stofnun iðnaðarverksmiðja (innréttinga) í Reykjavík og barðist einarðlega gegn einokunarkaupmönnum og dönskum stjórnvöldum.
Rétt eftir aldamótin 1700 henti það bóndann í Keldunesi, Árna Bjarnason, að eignast barn með systur eiginkonu sinnar, en á þeim tíma lá líflátshegning við slíku. Þetta barst til eyrna sýslumanns Þingeyinga Halldórs Einarssonar. Sýslumaður hét Árna fullu frelsi ef hann játaði á sig gjörninginn. Samt sem áður fór sýslumaður með Árna til Alþingis árið 1705, þar sem hann var dæmdur til lífláts. Þótti Árni bregðast við dómnum af mikilli karlmennsku og hafnaði náðunarumleitan við konung. Barnsmóður hans var drekkt heima í héraði nokkru síðar.
Keldunes offer accommodation in a guesthouse, 6 double rooms with hand basin and 2 small cottages. The cottages are fully furnished with private bathroom each.
In the guesthouse is lounge that can also be used as salon, cooking facilities, laundry room with washing machine, bathroom with showers, and an outside hot tub available for all guests.
Starfsmenn
Bára Siguróladóttir
EigandiSturla Sigtryggsson
Eigandi / framkvæmdastjóri