Mynd af Arkitektastofa Guðrúnar Jónsdóttur

Arkitektastofa Guðrúnar Jónsdóttur

TGJ Teiknistofa Guðrúnar Jónsdóttur hefur verið starfrækt í núverandi formi frá árinu 1984 og hefur verið í eigu Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts allt frá upphafi.

Byggingar- og menningararfur Íslendinga hefur ætíð verið í hávegum hafður innan veggja TGJ og hefur stofan unnið að verkefnum á sviði húsakannana/uppmælinga og endurgerðar gamalla húsa.

Á TGJ er lögð áhersla á að skapa þverfaglega nálgun á þeim viðfangsefnum sem unnið er að hverju sinni. Á stofunni er lögð áhersla á að leita til aðila utan hennar í sambandi við ráðgjöf á ýmsum sviðum allt eftir eðli verkefna. Auk öflunar hvers kyns tækniþekkingar, hefur á stofunni verið horft til þess að nýta rannsóknarniðurstöður á sviði umhverfissálfræði og er stofan í samstarfi við doktorsnema í því fagi. Er sú nálgun ný af nálinni á Íslandi.

Starfsmenn

Guðrún Jónsdóttir

Arkitekt / eigandi
c