Mynd af Orka ehf

Orka ehf

Fyrirtækið Orka var upphaflega stofnað árið 1944 og Orka ehf í núverandi mynd byggir því á gömlum og grónum grunni. Upphaflega verslaði Orka ehf nær eingöngu með bílrúður og rúðulista, en færði fljótlega út kvíarnar og bætti við bílalakki frá MIPA og ýmsum fylgivörum tengdum lakki og réttingum.

Fyrstu mánuðina var Orka ehf til húsa á Kletthálsi en fyrirtækið keypti síðan sitt eigið húsnæði að Stórhöfða 37, þar sem það er staðsett í dag. Starfsemin hefur vaxið jafnt og þétt og í dag starfa 9 manns hjá fyrirtækinu.

Hjá okkur hefur vöruúrvalið einnig aukist mikið og auk þess að selja áðurnefnt bílalakk frá MIPA seljum við t.d. bílrúður fráAUTOGLASS, ABC og GUARDIAN í flestar tegundir bíla, rafmagnsströpp og -tengi, suðuvír, smurefni, hreinsiefni og bílabón frá KENT, sandpappír frá INDASA og hjámiðjurokka frá DYNABRADE. Hjá okkur er einnig að finna sprautukönnur, réttingahamra, einnota hanska og pensla, sem sagt allt fyrir fagmenn sem starfa við bílamálun og bílaréttingar.

Orka sérhæfir sig í innflutningi og sölu á bílrúðum og bílalakki og vörum sem því tengjast. Fyrirtækið rekur einnig eitt besta bílrúðuverkstæði á landinu þar sem fagmenn eru að störfum og hafa þeir áratuga reynslu af þjónustu við bíleigendur.

Fyrirtækið Orka byggir á gömlum grunni. Við leggjum metnað okkar í að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu varðandi allt sem viðkemur gleri í bíla sem og bílalakki.

Starfsmenn

Jóhann Hermannsson

Framkvæmdastjóri
c