Mynd af Garðvík ehf

Garðvík ehf

Skrúðgarðyrkjufyrirtækið Garðvík ehf. hefur starfað á Húsavík í rúmlega 15 ár. Fyrirtækið var stofnað af öðrum núverandi eiganda þess, skrúðgarðyrkjufræðingnum Hilmari Dúa Björgvinssyni þann 1. ágúst árið 2000. Fyrst um sinn var fyrirtækið starfrækt út frá bifreið af Toyota Hiace gerð. En um haustið það sama ár fjárfesti fyrirtækið í húsnæði undir starfsemina í miðju bæjarins að Garðarsbraut 22b þar sem sólin skín hvað skærast og fara sögur af því að þetta sé heitasti staður bæjarins á sólríkum dögum. Á fyrsta ári voru ráðnir til fyrirtækisins 4 starfsmenn auk Hilmars.

Árið 2005 kom Gunnar Bóasson inn sem annar eigandi og hefur Garðvík ehf. vaxið mikið síðan. Starfsmannafjöldi hefur verið á bilinu 3 og allt upp í rúmlega 35 en er þó árstíðarbundinn. Flestir starfa hjá fyrirtækinu yfir sumartímann. Starfsmennirnir starfa að mismunandi þáttum innan fyrirtækisins allt frá umhirðu garða til nýframkvæmda. Árið 2007 flutti Garðvík í stórt og glæsilegt húsnæði í Haukamýrinni nánar tiltekið að Kringlumýri 2. Þó gott hafi verið að vera á gamla staðnum þá var fyrirtækið búið að sprengja það utan af sér, bæði með starfsmannafjölda og tækjabúnaði. Garðvík ehf. hefur sérhæft sig í skrúðgarðyrkju fyrir einstaklinga jafnt sem fyrirtæki og stofnanir. Í skrúðgarðyrkju felst að gera allt sem þú getur til að fegra umhverfið. Þess vegna býður Garðvík upp á eins fjölbreytta þjónustu og völ er á fyrir fyrirtæki af þessari stærðargráðu. Við bjóðum uppá þjónustu fyrir garðinn þinn frá A-Ö allt frá hönnun og skipulagi garða og upp í nýframkvæmdir. Einnig höfum við bætt við þjónustu okkar þrifum, sorptunnuþrif, tjónsþrif, þrif á íbúðum/einbýlishúsum og því sem að viðskiptavinur okkar óskar eftir.

Starfsmenn

Gunnar Bóasson

Framkvæmdastjóri

Hilmar Dúi Björgvinsson

Skrúðgarðyrkjutæknifræðingur
c