Græn heilsa
Celsus ehf . Heilsu- og hjúkrunarvörur var stofnað í nóvember 1995. Celsus er heildverslun sem selur vörur í gegnum apótek um allt land og að hluta til í Fríhöfnini í Leifstöð. Meðal viðskipavina okkar er Landspítalinn, og heilbrigðisstofnanir víða um land, Össur h.f. Íslensk erfðagreining, rannsóknarstofur, Landhelgisgæslan o.fl.
Leitumst við að bjóða upp á hágæða vörur sem standa undir væntingum neytandans og reynum eftir bestu getu að setja okkur í spor þeirra sem eiga viðskipti við okkur. Ósk okkar er að hver sá sem velur vörur okkar finnist hann hafa valið vel og fengið gæði í samræmi við kostnað og fyrirhöfn. Gerum okkar besta í að svara spurningum og ef við á leiðbeinum áfram til annars fagfólks sem málið kann að varða.
Okkar stefna er að geta verið stuðningur til að gera fólki kleift að taka ábyrgð á eigin heilsu og efla vitund um fyrirhyggju hvað varðar heilsuna. Við óskum öllum hreysti og vellíðunar.
Life Extension, Lifestream, AztaZan, Spirulina, Aloe Vera, Proderm sólvörn, og húðvörn, Collagen til inntöku og kremlína. Sorbact sáraumbúðir.
Starfsmenn
Anna Björg Hjartardóttir
Framkvæmdastjórianna@celsus.is