Minjasafn Austurlands
East Iceland Heritage Museum
Minjasafn Austurlands flokkast sem almennt byggðasafn. Safnið stendur fyrir ýmsum tímabundnum sérsýningum en grunnsýningin um þessar mundir er tvíþætt að efni:
Hreindýrin á Austurlandi
Þessi sýning fjallar um hreindýrin á Austurlandi. Hreindýr lifa ekki villt annars staðar á Íslandi og það skapar náttúru og menningu á Austurlandi sérstöðu. Þau halda til í óbyggðum svo að fáir eiga þess kost að sjá þau. Sýningin fjallar um lífshætti og lífsbaráttu hreindýranna, hætturnar sem þau búa við af völdum náttúru og mannsins, um rannsóknir á þeim og um sögu hreindýraveiða og hvernig afurðir dýranna hafa verið nýttar til matar og í handverki og hönnun.
Sjálfbær eining
Yfirskrift sýningarinnar vísar til þess að áður fyrr þurfti hvert íslenskt sveitaheimili að vera sjálfu sér nægt um brýnustu lífsnauðsynjar, fæði, klæði, áhöld, verkfæri og húsaskjól. Til sýnis eru ýmsir gripir sem tilheyra sögu gamla sveitasamfélagsins á Austurlandi eins og það var fram undir miðja 20. öld. Þessir gripir eru vitnisburður um búskaparhætti, handverk og lífsbaráttu fólks sem lifði af landi sínu og bústofni fyrir daga nútímatækni. Um er að ræða heimagerða íslenska muni en einnig innflutta, sem Austfirðingar gátu keypt í verslunum kaupmanna í fjórðungnum. Flestir gripirnir á sýningunni tengjast hagnýtu hlutverki þeirra í daglegu lífi, bústörfum, klæða- og matargerð. Aðrir gripir á sýningunni endurspegla að lífið snerist ekki aðeins um hið hagnýta heldur einnig um að búa til fallega hluti til prýði og yndisauka.
The East Iceland Heritage Museum
Exhibitions:
Reindeer in eastern Iceland – Wild reindeer are in East Iceland but not found anywhere else in the country. They contribute to the unique nature and culture of the eastern region. Reindeer inhabit remote areas so the opportunity to see them is rare. The focus of the exhibition is on their nature, characteristics and survival, the dangers they face and the history and culture of reindeer hunting in east Iceland, and on how products from the hunt have contributed to a creative development of fashion design and handcraft.
The old rural household as a self-sufficient entity – On display are some items that belong to the history of the old rural community in east Iceland, as it was until the mid-20th century. Most relate to their practical role in everyday life, farm work, clothing and the making and preservation of food. Other objects bear witness to that life was not only about basic survival but also about making beautiful things for decoration and pleasure.
Starfsmenn
Björg Björnsdóttir
SafnstjóriBeata Brodowska
Sérfræðingum á sviði varðveisluEyrún Hrefna Helgadóttir
Sérfræðingur á vegum fræðslu og miðlunar