Mynd af Skútustaðahreppur

Skútustaðahreppur

Skút-myndir23Skút-myndir3Skút-myndir5


Mývatnssveit er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og ber þar margt til. Svæðið er þekkt fyrir náttúrufegurð en eldsumbrot hafa mótað landslagið þar frá örófi alda.

Vegir og merktar gönguleiðir leiða ferðamenn að áhugaverðum stöðum, hvort sem ætlunin er að njóta hins sérstæða landslags, skoða einstök náttúrufyrirbæri eða stunda plöntu- eða fuglaskoðun. Í Mývatnssveit býðst ferðamönnum ennfremur fjölbreytt þjónusta í gistingu, mat og afþreyingu sem byggir á reynslu og þekkingu.

Skút-myndir6

Mývatn er eitt stærsta vatn Íslands, 36,5 km2 og er í 277 m hæð yfir sjávarmáli. Vatnið er afar vogskorið, með mörgum hólmum og eyjum. Það dregur nafn sitt af þeim aragrúa af mýflugum sem þar eru. Mýið er tvenns konar, bitmý og rykmý, en það er stór hluti fæðu ýmissa fugla og silunga.

Mývatn er frægt fyrir fuglalíf sitt en talið er að á svæðinu haldi sig fleiri andartegundir en á nokkrum öðrum stað á jörðinni. Þá er þéttasta straumandabyggð jarðar við ofanverða Laxá og húsöndin verpir hvergi annars staðar í Evrópu.

Skútustaðahreppur er hálendasti hreppur landsins og jafnframt einn sá víðlendasti, 4.926 km2. Allir bæir í sveitinni standa í meira en 260 m. yfir sjó. Sveitin er austust byggða í Suður-Þingeyjarsýslu. Mörk hreppsins að austan fylgja Jökulsá á Fjöllum frá upptökum að Dettifossi. Að norðan liggja mörkin frá Dettifossi um fjallið Eilíf og áfram til vesturs norðan Gæsafjalla. Að vestanverðu liggja mörk Skútustaðahrepps um Hólasand og eftir heiðunum milli Mývatnssveitar, Reykjadals og Bárðardals og inn að Vatnajökli að sunnan.
Í Reykjahlíð er þéttbýliskjarni en einnig er all þéttbýlt á Skútustöðum þótt ekki sé um eiginlega þorpsmyndun

c