Fisktækniskóli Íslands ehf
GRUNNNÁM
Fisktækniskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Námið er hagnýtt tveggja ára gunnnám sem byggt er upp sem önnur hver önn í skóla og hin á vinnustað. Í starfsnámi er leitast við að bjóða nemendum upp á val um vinnustað /vetfang með hliðsjón af áhugasviði hvers og eins t.d sjómennsku, fiskvinnslu eða fiskeldi
FRAMHALDSNÁM
Boðið verður upp á eins árs nám í faggreinum fiskeldis. Markmiðið með náminu er að auka við sérþekkingu nemenda á þáttum sem öll fyrirtæki í fiskeldi eru að vinna að.
NÁMSKEIÐ
Fisktækniskóli Íslands býður upp á fjölbreytt námskeið sem tengjast sjávarútvegi á einn eða annan hátt. Námskeiðin eru ýmist, auglýst námskeið á markaði opin öllum, eða fyrirtækjanámskeið sérsniðin að þörfum hvers fyrirtækis. Auk styttri námskeiða býður Fisktækniskólinn upp á lengra nám í gæðastjórnun og Marel vinnslutækni. Námskeiðin hafa verið haldin á fjölmörgum vinnustöðum með góðum árangri.
Starfsmenn
Klemenz Sæmundsson
Sviðsstjóri