Sundlaug Egilsstaða
Í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum er góð aðstaða fyrir ýmiss konar íþróttastarfsemi. Í henni er 1200 m2 íþróttasalur sem hægt er að skipta niður í þrjár einingar. Salurinn er lagður parketi. Á efri hæð hússins er líkamsræktaraðstaða með góðum tækjum og í kjallara er lítill salur þar sem boðið er upp á ýmis konar leikfimi.
Íþróttamiðstöðin er einnig með fjölnota íþróttasal í Fellabæ. Hann er 323 m2 og lagður parketi.
25m útisundlaug er við íþróttamiðstöðina, með tveimur heitum pottum, köldu keri, vaðlaug, gufubaði og rennibraut.
Héraðsþrek
Héraðsþrek er líkamsræktarstöð sem rekin er af sveitarfélaginu í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. Hún hefur upp á að bjóða vel útbúinn tækjasal til líkamsræktar og einnig minni sal þar sem hægt er að stunda ýmiskonar leikfimi.
Starfsmenn
Guðmundur Birkir Jóhannsson
Forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar og íþróttahúsins í Fellabæ