Þjónustumiðstöðin SKG ehf
Gisting í boði í 11 smáhýsum sem eru staðsett á tjaldstæðinu á Höfn í Hornafirði.
Húsin eru 15,4 fermetrar að stærð og skiptist það í tvö rými. Annars vegar svefnherbergi með fjórum kojum þar sem er svefnpláss fyrir fjóra til sex gesti og hinsvegar fremra rými þar sem eru borð og sex stólar auk eldunarhellu. Lítil verönd er fyrir framan húsin sem snýr á móti síðdegis- og kvöldsól. Rafmagn er í húsunum en hvorki hreinlætisaðstaða né rennandi vatn. Á tjaldstæðinu er góð hreinlætisaðstaða sem stendur gestum til boða. Þar eru sturtur, salerni og þvottaaðstaða, sem og leiktæki fyrir börn og aðgangur að interneti. Öll almenn þjónusta er í göngufæri sem og golfvöllur og sundlaug. Einnig er stutt í frekari afþreyingu líkt og góðar gönguleiðir, ferðir á hálendi og jökla auk siglingar á Jökulsárlóni.
Starfsmenn
Sigrún Guðrúnardóttir
FramkvæmdastjóriHugi Einarsson
Eigandi