Tæknideild Snæfellsbæjar
Tæknideildin hefur umsjón með öllum nýframkvæmdum á vegum bæjarins og allri annarri starfsemi, sem tengist tækni- og umhverfismálum bæjarins, svo sem veitna- og fráveitukerfum, gatna- og umferðarmálum, almenningssamgöngum, umhverfismálum, garðyrkju og opnum svæðum, dýraeftirlit, skipulagsmálum, byggingareftirliti, fasteignamat og lóðarskráningu, skráningu í landupplýsingarkefi, brunavörnum, sorphirðu og sorpeyðingu, umsjón með fasteignum og viðhaldi fasteigna bæjarins. Undir deildina falla rekstur tæknideildar og áhaldahúss.
Aðsetur tæknideildar Snæfellsbæjar er á bæjarskrifstofu Snæfellsbæjar að Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ.
Opið er alla virka daga frá kl. 09:00 - 12:00 og frá 13:00 - 15.30
Starfsmenn
Davíð Viðarsson
Forstöðumaður tæknideildar