Mynd af Gljúfurbústaðir ehf

Gljúfurbústaðir ehf



Gljúfurbústaðir leigja út sumarhús í hæsta gæðaflokki, þar sem góður aðbúnaður gesta er í fyrirrúmi. Í bústöðunum eru rúm fyrir 6 manns, þar af 2-3 hjónarúm með heilum dýnum, sængur og koddar, sturtuklefi, heitur pottur, sjónvarp, myndbandstæki, geislaspilari, útvarp, gasgrill, garðhúsgögn á afgirtri verönd, kæliskápur með frystihólfi, uppþvottavél, eldavél, allur borðbúnaður, svo og mjög vönduð húsgögn.



Bústaðirnir standa hátt við fjallsrætur með miklu útsýni yfir Ölfusið til Stokkseyrar, Eyrarbakka, Þorlákshafnar og út á sjó. Fjarlægð milli bústaða er góð, þannig að hver bústaður hefur talsvert rými. Gljúfurbústaðir eru á friðsælum stað utan alfaraleiða, en samt örstutt í umferð og þéttbýli. Að þjóðvegi 1 eru um 3 km, til Hveragerðis um 7 km, á Selfoss um 10 km og til Reykjavíkur um 40 km.

Það er flatskjásjónvarp, DVD-spilari og geislaspilari í gistirýmunum. Ákveðnar einingar eru með sætisaðstöðu og/eða verönd. Það er líka eldhús með ofni á staðnum. Brauðrist, ísskápur eru einnig í boði auk kaffivélar og ketils. Í öllum gistirýmum er sérbaðherbergi með hárþurrku. Rúmföt eru til staðar.

Í nágrenninu er boðið upp á ýmsa afþreyingu á borð við golf og hestaferðir. Gljúfurbústaðir býður upp á ókeypis einkabílastæði á staðnum og Reykjavíkurflugvöllur er í 43 km fjarlægð.



Starfsmenn

Stefán Jónsson

Framkvæmdastjóri
8926311
c