Mynd af Grímur ehf vélaverkstæði

Grímur ehf vélaverkstæði

Fyrirtækið er núna 28 ára og tekur að sér mjög fjölbreytt verkefni allt frá Mývatni og austur á Þórshöfn.

Nú erum við aðallega í verkefnum tengdum Bakka, pípulögnum fyrir hitaveitur á svæðinu, eins og á Húsavík og í Mývatnssveit, sem og viðhaldi á virkjunum í Laxá, Kröflu og Þeistareykjum. Þess utan sjáum við um viðhald báta, gerum teikningar vegna nýsmíði úr járni og sjáum um margskonar smíðavinnu og uppsetningu.

Fyrirtækið gerir einnig glussaslöngur í flestum stærðum og býr yfir góðum lager af járnsmíðaefni og ýmsum vélavarahlutum.
Grímur á krana sem geta leyst flest verkefni tengdum hýfingum, þ.m.t. einn 90 tonna krana, einn 50 tonna og nýjan vörubílskrana sem er 50 tonnmetrar og skutbómulyftara.

Á Grím starfa 20-25 manns að jafnaði í föstum störfum og/eða hlutastörfum.

Starfsmenn

Helgi Kristjánsson

Framkvæmdastjóri
c