Nýheimar
Nýheimar eru miðstöð fjölbreyttrar starfsemi þar sem unnið er að því að leysa úr læðingi sköpunarkraft hvort sem um er að ræða við nám, leik eða störf.
Nýheimar eru vettvangur til:
•Að byggja upp þekkingu, hæfni og frumkvæði með því að bjóða upp á fjölbreytta möguleika til menntunar á framhalds- og háskólastigi
•Að örva listsköpun og efla félagsauð og menningarlíf svæðisins
Að vera aflvaki atvinnulífs á Suðausturlandi með því að bjóða upp á ráðgjöf auk aðstöðu til nýsköpunar
•Að standa fyrir öflugu rannsókna og þróunarstarfi
•Nýheimar eru vettvangur þar sem samvinna ólíkra aðila veitir ráðrúm til nýsköpunar og eflir jafnframt atvinnu- og menningarlíf.
--------------------------------------------------------------------------------