Mynd af Tempra ehf

Tempra ehf

Forsíða

Tempra varð til við samruna Húsaplasts i Kópavogi og Stjörnusteins í Hafnarfirði. Við samrunann varð til stærsta fyrirtækið á sínu sviði á Íslandi í dag, með yfir 60 ára sameiginlega reynslu af framleiðslu úr EPS, (Expandable Polystyrene, í daglegu tali kallað frauðplast.)

Meginframleiðsla okkar er húsaeinangrun og umbúðir úr EPS en einnig bjóðum við ýmsa fylgihluti til flutnings ferskra afurða sem og uppsetningar húsaeinangrunar.

Við hjá Tempru viljum vera þekkt fyrir frábæra þjónustu og þá nýsköpun, sem fólgist hefur í þróun umbúða fyrir ferska matvöru í samstarfi við viðskiptavini, háskóla og rannsóknastofnanir. Við getum alltaf gert góða hluti betur!

Meðal nýjustu afurða Tempru eru

  • 25-27 kg fiskikassi með sama grunnflöt og 23 kg fiskikassinn (2015);
  • 3 kg flakakassi, 6 mm dýpri og þ.a.l. rýmri en forverinn (2014);
  • 60x40 cm kassalína fyrir 10, 13 og 15 kg af flökum (2014);
  • 3-7 kg flakakassalína með rúnnuðum hornum að innanverðu (2010).


c