Fullorðinsfræðslan-IceSchool ehf
Skólinn er heilsárskóli og hefur starfað allt árið frá 1989. Skólinn býður 4-vikna hraðnámskeið allt árið í norsku I og II, norsku III H fyrir starfsfólk í heibrigðisgeira, ensku fyrir fullorðna, spænsku fyrir fullorðna og íslensku fyrir útlendinga á morgun og kvöldtímum.
Kennsla í 4-vikna námsskeiðunum er alla 5 virka daga.
Kennt er með móðurmálstækni eða Inter-Lingual Learning Technique, sem er hljóðfræðileg náms- og kennslutækni
skólans, sem hann hefur þróað í 25 ár.
Kennsla í Ensku fyrir Börn og Unglinga, 5-8 ára og 9-12 ára og 13-16 ára, er einu sinni í viku í 16 vikur á vetrarönnum
Frístundakort Reykjavíkurborgar styður þau námskeið og tekur þátt í kostnaði á vetraönn. Fyrrihluta sumars eru haldin nokkur 2 vikna námskeið fyrir börn og unglinga í 5 daga per viku. Kennsla fyrir börn og unglinga er fyrir hádegi á helgum á haust- og vorönn.
Aukatímar og námsaðstoð í stærðfræði, tölfræði, eðlis- og efnafræði fyrir framhalds- og háskóla.
Á sumarönn eru matshæfir prófáfangar framhaldsskóla í stærðfræði og eðlisfræðiáföngum
Starfsmenn
Örlygur Antonsson
Framkvæmdastjóriff@icetrans.is