Mynd af Eyjablikk ehf

Eyjablikk ehf



Eyjablikk er alhliða blikk og stálsmiðja sem þjónustar sjávarútvegsfyrirtæki, verktaka og einstaklinga með óskir sínar. Fjölbreytni verkefna hefur verið með ólíkyndum á þeim 12 árum sem fyrirtækið hefur starfað og má þar nefna, loftræstikerfi, einangrun og klæðningar á hita og frystilögnum, flasningar, rústfrí smíði, álsmíði, lagning koparþaka, smíði á handriðum ásamt smíði á allra handa færiböndum og körum fyrir sjávarútveginn.

Þjónusta við einstaklinga hér í Eyjum er líka stór þáttur í starfsemi okkar, og má þar nefna lagfæringar á hinum ýmsu persónulegu hlutum úr málmum s.s. lömpum, könnum, karmelu hringjum fyrir jólin og þess háttar dundi fyrir konur og menn hér í bæ.

Við hjá Eyjablikki höfum kappkostað við að sinna þeim verkum sem okkur hefur verið treyst fyrir af kostgæfni og með bros á vör, því að það skilar sér í ánægðum viðskiptavinum sem leyta aftur og aftur til okkar með sínar þarfir.



Starfsmenn

Friðrik Björgvinsson

Framkvæmdastjóri
fridrik@eyjablikk.is

Kort

c