
Set ehf

Set ehf. var stofnað árið 1978 og hóf framleiðslu á foreinangruðum stálpípum í plasthlífðarkápu á Selfossi. Fyrirtækið er fjölskyldufyrirtæki í eigu stofnandans Einars Elíassonar og fjölskyldu hans.
Einar hóf eigin atvinnurekstur í byggingastarfsemi 1964 og síðar í framleiðslu á steinsteyptum rörum til holræsalagna, það varð upphafið að stofnun Set ehf. og farsælli sögu fyrirtækisins. Fjölskyldan hefur stýrt rekstri félagsins frá upphafi og hjá því starfar reynslumikið og hæft starfsfólk margt með langan starfsaldur. Með starfsemi Set Pipes GmbH í Þýskalandi urðu jákvæð kaflaskil í aukinni þáttöku í erlendum verkefnum. Gæði og samkeppnishæft verð hefur mótað marga af helstu sigrum Set fyrirtækjanna um árabil.
Set hefur tekið þátt í mörgum stórum verkefnum á sviði fjarvarma-væðingar, í upphafi á Íslandi þar sem orka jarðvarmans er notuð til húshitunar og einnig til raforkuframleiðslu. Mikil þekking er á þessu sviði á Íslandi í nýtingu umhverfisvænna og endurnýtanlegra orkugjafa. Set er ekki eingöngu framleiðandi á foreinangruðum hitaveiturörum því fyrirtækið framleiðir einnig plaströr fyrir vatnsveitur, fráveitur og fjarskiptafyrirtæki.
Starfsmenn
Bergsteinn Einarsson
FramkvæmdastjóriÖrn Einarsson
Framkvæmdastjóri sölu og tæknisviðsGrétar Halldórsson
Sölu og tækniráðgjafiJúlía Gunnarsdóttir
InnflutningsfulltrúiJóhann Valdimarsson
ViðhaldsstjóriRut Björnsdóttir
SölufulltrúiValdimar Hjaltason
VerkefnastjóriReynir Guðmundsson
FjármálastjóriÞórarinn Jóhannsson
AfgreiðslustjóriRóbert Karel Guðnason
Vinnslustjóri plaströradeildBrynjar Bergsteinsson
FramleiðlustjóriElías Örn Einarsson
ÞjónustustjóriJakob Guðnason
SölufulltrúiLouise Harrison
Inn-og útflutningsstjóriAnna Björg Eyvindsdóttir
MatráðurVörumerki og umboð
Kort
