Haf og land ehf
Haf og land ehf. hefur nú verið stofnað og er ætlunin að setja upp þjónustu við ferðamenn út frá Hofsósi þar sem boðið verður upp á siglingar á milli eyjanna í firðinum, stangveiði og einkatúra.
Einkatúr.
Verð fer eftir hvað menn vilja gera.
Sjóstöng.
Við erum með sjóstöng um borð, þú mætir og hefur gaman af.
Sigling Þorðarhöfði, Málmey og Drangey.
Siglingin er að taka um tvo og hálfan tíma
Farið er út fjörðin, siglt er meðfram stórfenglegum Þórðarhöfðanum, því er næst siglt í kring um hina gullfalegu Málmey.
Stefnan svo tekin á Drangey og kerlinguna, síðast en ekki síst er farið fyrir neðan sundlaugina og í Staðarbjargarvíkina.
Starfsmenn
Barbara Wenzl
EigandiIngvar Daði Jóhannsson
Eigandi/Framkvæmdastjórihafogland@gmail.com