
Geiri ehf
umboðs- og heildverslun

Verslun okkar er staðsett að Draghálsi 4 og er opin öllum.
Heildverslunin Geiri ehf byggir á áratuga gömlum grunni og var stofnuð 1984. Fyrirtækið hóf fyrst að selja vörur tengdar útgerð ásamt búnaði fyrir kjöt og fiskvinnslur. Árið 2001 hóf fyrirtækið innflutning og sölu á stóreldhústækjum og búnaði fyrir mötneyti, veitingahús og þessháttar starfsemi.
Þekking og ráðgjöf starfsmanna Geira ehf
Við erum samheldinn hópur sem vinnur þétt saman að okkar þjónustusviðum sem skiptast upp í Kjöt og fiskvinnslusvið, veitingar og iðnaðarsvið, hótel og veitingarhús, mötuneyti og stóreldhús, og svo verkstæði.
Kjöt og fiskvinnslusvið
Geiri ehf býður upp á flest allt sem þarf við kjötvinnslu og fiskvinnslu. Reynsla starfsmanna okkar nýtist viðskiptavinum okkar við mat á lausnum og val á réttum tækjabúnaði, við keppumst við að finna réttu tækin á hagkvæmu verði í hvert skipti. Láttu okkur finna réttu tækin fyrir þig og þína starfsemi.
Veitingar og Iðnaðarsvið
Geiri ehf veitir veitinga og iðnaðarsviði mikla þjónustu meðal annars við veitingahús, hótel, þvottahús, stóreldhús, mötuneyti, matvælafyrirtæki og flest allan annan matvælaiðnað.
Hótel og veitingahús
Geiri ehf býður margþættar lausnir og þar skiptir reynsla starfsmanna miklu máli þegar kemur að vali á tækjabúnaði, húsgögnum og innréttingum. Ef þig vantar að fá ráðgjöf fyrir hótel,veitingastaði eða hvað sem er, þá skalt þú hafa samband við okkur.
Mötuneyti og stóreldhús
Geiri ehf býður upp á margþættar lausnir fyrir mötuneyti skóla, fyrirtækja og heilbrigðisstofnana. Við hjálpum þér að skipuleggja eldhúsið eða vinnusvæðið þannig að hver fermeter nýtist sem best. Með réttri hönnun og skipulagi skapast betri vinnuaðstaða og afköstin margfaldast. Þú getur treyst okkur fyrir skipulagningu á þínum vinnustað
Hafðu samband við okkur ef það er eitthvað sem við getum hjálpað þér með S.511-2030 eða netfang: geiri@geiriehf.is
Starfsmenn
Sigurður Hinrik Teitsson
FramkvæmdastjóriÓlafur Kristjánsson
Helgi F. Jónsson
Sigurður Skúli
Guðlaugur H. Friðjónsson
Sveinn Ásgeir Baldursson
Vörumerki og umboð
